Sumarsöngstund

Þann .

DSC09826 MediumFöstudaginn 26. júní nýttum við okkur milda veðráttu og héldum sameiginlega söngstund fyrir öll börn skólans. Ákveðið var að halda söngstundina í Bakkagarði. Mest var tekið af gömlum leikskólaslögurum. Allir skemmtu sér vel.

19. júní

Þann .

Kæru foreldrar


blodrurVið minnum á að Reykjavíkurborg ætlar að gefa starfsmönnum sínum frí eftir hádegi föstudaginn 19. júní í tilefni af hundrað ára kosningarafmæli kvenna. Leikskólinn Bakkaborg lokar því klukkan 12:00 þann dag, ekki verður hádegismatur þennan dag.

Sumarhátíð 16. júní 2015

Þann .

                                       Kæru foreldrar

thumb SunOkkur langar að minna á sumarhátíð Bakkaborgar. Foreldrafélag Bakkaborgar hefur staðið í ströngu við það að skipuleggja og panta fjölbreytt skemmtiatriði. Við hvetjum alla til að mæta. Skráningarblöð hanga inni á öllum deildum. 


Foreldravefur