Slökkviliðið 2014

Þann .

IMG 1888 MediumLeikskólinn er í samstarfi við slökkvilið höfuðborarsvæðisins um verkefni sem nefnist Logi og Glóð. Það felst í stuttu máli í því að elstu börnin skiptast á að labba um skólann með starfsmanni og athuga brunavarnir í skólanum. Miðvikudaginn 22. október kom slökkviliðið í heimsókn til okkar og ræddu um brunavarnir og kynntu verkefnið fyrir elstu börnunum. Börnin fengu að sjá þann búnað sem slökkviliðsmenn nota við störf sín, heimsóknin endaði á því að börnin skoðuðu slökkviliðsbíl.

Hér má nálgast myndir frá heimsókn slökkviliðsmanna. Velja þarf möppuna „Allir" , þar er mappa sem heitir „Slökkvilið2014"

Viðburðir

Þann .

ForeldrakaffiFöstudaginn 24. október ætlum við að bjóða foreldrum barna að þiggja kaffiboð hjá okkur frá kl. 15:00 – 16:00. Við vonumst til að sjá sem flesta.

Einnig langar okkur að minna á náttfataballið mánudaginn 27. október. Börnin þurfa þá að hafa með náttföt, bangsi má gjarnan fylgja með.

 

 

 

Skipulagsdagur 4. nóvember

Þann .

bookÞriðjudaginn 4. nóvember verður skipulags- og námskeiðsdagur.
Leikskólinn verður lokaður þann dag.

 

 


Foreldravefur