Fjórðibekkur kemur í heimsókn

Þann .

IMG 2069 MediumÍ tilefni af degi íslenskrar tungu fengum við heimsókn frá krökkum í fjórða bekk í Breiðholtsskóla. Þau komu með bækur og lásu fyrir nokkurn hóp barna. Börnin í Bakkaborg höfðu bæði gaman og gott af þessari skemmtilegu heimsókn. Við þökkum börnunum í fjórða bekk kærlega fyrir komuna. 

HÉR má sjá myndir af viðburðinum. Velja þarf möppuna "Allir" þar er mappa sem heitir "16.nov2015"

 

Fréttir af starfshópnum

Þann .

New staffmemberNokkrar breytingar hafa orðið á starfsmannahópnum. Anna Kristín Árnadóttir sem var ráðin tímabundið í haust lét af störfum 6.nóvember. Við þökkum henni fyrir vel unnin störf. Mánudaginn 9.nóvember kom Sandra Ríkharðsdóttir til starfa. Þann sama dag urðu tilfærslur á starfsmönnum milli deilda þannig að Særún Hlín Laufeyjardóttir fluttist inn á Álfhól og leysir Lilju Árnadóttir af sem deildarstjóri í fæðingarorlofi hennar. Ásta Birna Björnsdóttir sem verið hefur á Dvergasteini tók við af Særúnu á Skessubóli og Helga María Jónsdóttir fór af Álfhóli á Dvergastein.

Heimsóknir á deildar

Þann .

IMG 1910 MediumFöstudaginn 6. nóvember fór starfsmaður skólans með myndavél inn á allar deildir skólans. Þennan dag var opið á milli deilda á Álfhóli og Dvergasteini annars vegar, og á Skessubóli og Trölladyngju hins vegar. Myndirnar tala sínu máli.
HÉR má nálgast myndirnar. Velja þarf möppuna „Allir", þar inni er mappa sem heitir „Heimsókn2015".


Foreldravefur