Starfsmannamál

Þann .

imagesSLARWEKJNú hefur leikskólinn opnað aftur eftir fjögurra vikna sumarleyfi. Við vonum að þið hafið haft það gott í sumarfríinu. Einhverjar breytingar hafa orðið á mönnun skólans eins og oft vill verða á þessum árstíma. Ungafólkið okkar fer í skóla og nýtt fólk fyllir í skörðin. Við munum kappkosta að auglýsa þessar breytingar eins vel og kostur er.

Sumarlokun 2014

Þann .

krakkar i iþrottafotumMánudaginn 7. Júlí hefst sumarlokun leikskólans Bakkaborgar. Við munum svo mæta hress og vel úthvíld þriðjudaginn 5. ágúst. Við vonum að þið hafið það sem allra best í sumarfíinu ykkar.

Sumarkveðja frá starfsfólki Bakkaborgar

Nýr starfsmaður

Þann .

SunÍ síðustu viku var gengið frá ráðningu við Valdísi Björgu Valdimarsdóttur. Valdís Björg er leikskólakennari og kemur til starfa 11. ágúst. Hún mun þá taka við deildarstjórn á Skessubóli. Við hlökkum til að fá hana í lið með okkur.


Foreldravefur