Skipulagsdagur 4. nóvember

Þann .

bookÞriðjudaginn 4. nóvember verður skipulags- og námskeiðsdagur.
Leikskólinn verður lokaður þann dag.

 

 

Jóna Björg komin til starfa

Þann .


Jona BjorgJóna Björg er komin aftur eftir fæðingarorlof. Hún mun taka við deildarstjórninni á Bakka. Ragnheiður sem gengt hefur deildarstjórastarfinu í fjarveru Jónu mun halda áfram á Bakka. Við bjóðum Jónu velkomna til starfa.

Hvíld

Þann .

IMG 1020 MediumBörnin í leikskólanum fara alltaf í hvíld eftir hádegismatinn. Sum hlusta á sögu á meðan önnur sofa. Meðfylgjandi eru svipmyndir úr hvíldinni í dag. Ekki var þó unnt að taka mynd af öllum börnunum sökum þess að við vildum ekki trufla þau sem þurfa að sofna. Hér má nálgast myndirnar. Eins og áður þarf að velja albúm sem heitir „Allir" þar inni er mappa sem heitir „Hvíld".


Foreldravefur