Skipulags- og námskeiðsdagar

Þann .

thumb book

Skipulags- og námskeiðsdagur í Bakkaborg er sem hér segir:

Föstudagurinn 29. maí frá kl.12:00 (ekki hádegismatur) Leikskólinn verður því LOKAÐUR frá kl 12:00. Við sjáumst svo hress mánudaginn 1. júní.

Borgarstjóri í heimsókn

Þann .

IMG 1673 MediumFöstudaginn 22. maí fengum við góðan gest í heimsókn, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann leit á húsakost Bakkaborgar og var sammála okkur um það að það þyrfti að laga ýmislegt. Hann sagði okkur að farið yrði í steypuviðgerðir á suður og austurhlið hússins. Einnig hefur verið samþykkt að fram fari hönnunarvinna á nýrri lóð sem kæmi vonandi til framkvæmda sumarið 2016. Auk þess ræddi hann við börn og starfsfólk skólans um málefni líðandi stundar. Heimsóknin endaði í Breiðholtskirkju þar sem elstu börnin tóku á móti honum. Við þökkum borgarstjóranum fyrir komuna.

IMG 1661 Medium

Nýir starfsmenn vor 2015

Þann .

bakkaborgNú er maí genginn í garð og sumarið að hefjast. Sumarafleysingarnar komnar til starfa eða í þann mund að hefja störf hjá okkur. Við bjóðum þær Ástu Birnu, Dagbjörtu Guðný, Guðný Ýr, Hrafnhildi og Særúnu Hlín velkomnar til starfa. Frekari mannabreytingar verða tilkynntar jafn óðum.


Foreldravefur