Leikskólinn þrifin

Þann .

IMG 1087 MediumÞó ekki sé sérlega vorlegt um að litast þegar þetta er skrifað nálgast nú vorið óðfluga. Vorinu fylgja alltaf ákveðin verk, þar með talin þrif. Börnin hafa verið mjög dugleg að þrífa eins og þessar myndir bera með sér.


Til þess að nálgast myndirnar þarf að velja möppu sem heitir „Allir" þar inni er mappa sem heitir „Thrif"

Vorið

Þann .

IMG 0747 MediumNú er vor í lofti og því ekki seinna vænna að fara að sinna vorverkunum. Börnin í Bakkaborg hafa verið að sá ýmsum fræum. Inni á deildum má meðal annars sjá tómatplöntur, gulrætur, baunir og margskonar kryddjurtir.
Myndirnar tala sínu máli.

Hér má sjá myndirnar. Velja þarf möppu sem heitir „Allir" þar inni er mappa sem heitir „Vor2014"

Sumarlokun Bakkaborgar

Þann .

solNú hefur sumarlokun Bakkaborgar verið ákveðin. Sem fyrr mun skólinn loka í fjórar vikur. Lokunin er frá og með mánudeginum 7. júlí og til og með föstudeginum 1. ágúst. Við opnum svo aftur vel hvíld eftir sumarfríið þriðjudaginn 5. ágúst .


Foreldravefur