Jólaball 2014

Þann .

19.des 2014 063 MediumVið héldum jólaball í dag 19. desember. Börnin dönsuðu í kringum jólatré og sungu jólalög. Allir fengu svo hangikjöt og bjúgu í matinn. Við ákváðum að hafa bjúgu með vegna þess að bjúgnakrækir kemur til byggða í nótt.
HÉR má sjá myndir af jólaballinu. Velja þarf möppuna „Allir" þar inni er mappa sem heitir „Jólaball2014"

Jólasveinar í heimsókn

Þann .

IMG 1244 MediumVið fengum tvo skemmtilega bræður í heimsókn nú í dag. Þeir Gluggagægir og Kertasníkir léku á alls oddi eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi MYNDUM.
Velja þarf möppuna „Allir", þar inni er mappa sem heitir „Jólasveinar2014"

11. Desember

Þann .

DSC00562 MediumBörnin á elstudeildunum ákváðu að nýta sér snjóinn og skella sér á rassaþotur á Bakkatúni nú í dag. Bæði börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Eftir hádegismatinn kom sögubíllinn Æringi í heimsókn til okkar. Öll börnin á eldri deildum fóru í sögustund hjá Sólu söguveru nema yngstu börnin á Skessubóli, þau fara mánudaginn 15. desember. HÉR má finna myndir af þessum viðburðum. Opna þarf möppuna „Allir" þar inni er mappa sem heitir „5. Des 2014"


Foreldravefur